Ferguson vildi ekki sjá að United væri með kvennalið

Manchester City er orðið eitt stærsta og sterkasta liðið í kvennaboltanum á Englandi.

City hefur sett mikið af fjármunum í kvennaboltann síðustu ár og fengið marga öfluga leikmenn.

Á sama tíma er Manchester United ekki með kvennalið og það er ekki i plönum félagsins að setja upp slítk.

Enska knattspyrnusambandið hefur lagt mikið upp úr því að bæta kvennaboltann síðustu ár og reynt að fá stærstu félög landsins ti að taka þátt.

United hefur ekki haft áhuga og ein stærsta ástæða þess ku vera skoðun Sir Alex Ferguson.

Þegar Ferguson var að láta af störfum hjá félaginu árið 2013 þá kom það til tals að stofna kvennalið félagsins aftur.

Ferguson tók hins vegar fyrir það og vildi að menn myndu einbeita sér barra að því að reka karlalið félagsins.

Arsenal, Liverpool og Chelsea hafa öll verið með kvennalið síðustu ár en United hefur ekki viljað taka þátt.


desktop