Fjölmargir stuðningsmenn misskildu færslu United

Fjölmargir stuðningsmenn Manchester United vonast eftir því að félagið muni krækja aftur í bakvörðinn Patrice Evra.

Evra hefur sterklega verið orðaður við endurkomu á Old Trafford þar sem hann stóð sig frábærlega á sínum tíma.

Evra er líklega á förum frá Juventus á Ítalíu en hann á ekki fast sæti í liðinu þessa stundina.

United birti færslu á Instagram í dag þar sem mátti sjá mynd af Evra fagna í treyju félagsins.

Margir héldu að það væri staðfesting á því að Evra væri að snúa aftur en svo var þó ekki.

Fyrir nákvæmlega 11 árum þá samdi Evra við United frá Monaco og var það tilgangurinn með færslu félagsins.

@Patrice.Evra signed for #MUFC on this day in 2006. We loved watching him in a United shirt! ⚽? #ilovethisgame

A photo posted by Manchester United (@manchesterunited) on


desktop