Fjórða barn Rooney á leiðinni – Verður það fjórði strákurinn?

Wayne Rooney er að verða pabbi í fjórða sinn en líklegast mun barnið koma í heiminn í byrun næsta árs.

Coleen Rooney eiginkona knattspyrnumannsins greinir frá þessu á Twitter.

Fyrir eiga þau saman þrjá stráka en Rooney gekk í raðir Everton frá Manchester United í sumar.

,,Svo ánægð, hef aldrei neitað þessum fréttum en hef farið leynt með þær. Fór í skoðun í dag og allt er í lagi. Banr númer fjögur er á leiðinni,“ skrifaði Coleeen.

Wayne og Coleen hafa hafa verið saman í mörg ár en ástin kviknaði áður en að Wayne var að stjörnu.

Þrátt fyrir erfiðleika utan vallar hafa þau náð að koma sér í gegnum þá og eiga nú von á sínu fjórða barni. Það er síðan spurning hvort fyrsta stelpan mæti eða fjórði strákurinn.


desktop