Fjórir lykilmenn ekki með Liverpool í fyrsta leik

Eins og áður hefur komið fram verður Philippe Coutinho ekki með Liverpool þegar liðið heimsækir Wattford í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Coutinho er að glíma við meiðsli í baki og verður að þeim sökum ekki með.

Coutinho er ekki eini lykilmaðurinn sem Liverpool verður án en Adam Lallana verður frá næstu mánuðina.

Nathaniel Clyne er einnig að glíma við meiðsli í baki og er ekki leikfær.

Þá er Daniel Sturridge einnig meiddur en hann verður klár eftir helgi þegar Liverpool leikur gegn Hoffenheim í umspili um sæti í Meistaradeildinni.


desktop