„Fótbrot hefur ekki áhrif á framtíð Wilshere hjá Arsenal“

Arsene Wenger, stjóri Arsenal segir að meiðsli Jack Wilshere hafi ekki áhrif á framtíð hans hjá félaginu.

Wilshere er sem stendur á láni hjá Bournemouth en hann mun snúa aftur til Arsenal í sumar.

„Þessi meiðsli hafa ekkert með framtíð hans hjá Arsenal að gera.“

„Við höfum ekkert rætt saman um framhaldið en við munum setjast niður í sumar.“


desktop