Frábær saga: Þetta sagði Fergie við Cantona eftir að hann sparkaði í stuðningsmann

Eric Cantona, fyrrum leikmaður Manchester United var dæmdur í níu mánaða keppnisbann árið 1995 fyrir að sparka í stuðningsmann í leik United og Crystal Palace.

Cantona fékk að líta rautt spjald í leiknum sjálfum sem lauk með 1-1 jafntefli en Palace jafnaði á lokamínútum leiksins en Sir Alex Ferguson, stjóri United hafði ekki mikla þolinmæði fyrir því að fá á sig mörk, seint í leikjum.

Ferguson var hins vegar ekkert alltof reiður út í Cantona, samkvæmt Lee Sharpe, fyrrum leikmanni liðsins.

„Stjórinn kom inní klefa alveg brjálaður, hann skellti hurðinni svo fast á eftir sér að lamirnar á hurðinni brotnuðu. Hann fer úr jakkanum og rúllar skyrtuermunum upp. Það rauk úr eyrunum á honum og hann var nánast froðufellandi,“ sagði Sharpe.

„Það var bekkur í miðjum klefanum með treyjum sem átti að árita á, te bollar og samlokur. Hann hendir þessu útum allt í klefanum. Dótið flýgur í átt að okkur og við erum með eggjasamlokur á andlitinu. Allir litu á hvor annan í klefanum og hugsuðu það sama, Cantona er að fara fá að heyra það duglega.“

„Svo byrjar hann, Andskotinn Pallister, þú getur ekki skallað neitt og ekki tæklað heldur. Incey, hvar í fjandanum ertu búinn að vera? Sharpey, amma mín hleypur hraðar en þú. Þið voruð allir til skammar í kvöld.“

„Níu í fyrramálið, þið fáið að hlaupa af ykkur rassgatið á æfingu. Þvílíka hörmungar frammistaðan. Og Eric…(sagt með mjúkri rödd) þú getur ekki gert svona hluti vinur,“ sagði Ferguson að lokum.


desktop