Framherji Arsenal frá í nokkrar vikur

Alexander Lacazette, framherji Arsenal verður frá í nokkrar vikur vegna meiðsla en þetta var tilkynnt í dag.

Hann er meiddur á hné og hafa meiðslin verið að plaga hann í nokkurn tíma og hefur hann því verið að spila meiddur að undanförnu.

Lacazette gekkst undir aðgerð á dögunum og reiknar Arsenal með því að hann verði frá í að minnsta kosti sex vikur.

Hann hefur ekki verið í byrjunarliði Arsenal að undanförnu en félagið keypti Pierre-Emerick Aubameyang frá Dortmund í janúarglugganum.

Lacazette hefur skorað 9 mörk og lagt upp önnur 3 í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.


desktop