Framtíð Wenger skýrist eftir bikarúrslitin

Arsene Wenger stjóri Arsenal mun ekki taka ákvörðun um framtíð sína fyrr en eftir úrslit enska bikarsins.

Wenger og félagar mæta Chelsea í úrslitum enska bikarsins þann 27. maí og eftir það kemur í ljós hvað Wenger gerir.

Stjórn félagsins mun þá hittast á fundi og á honum verður Wenger.

,,Ég get ekki sagt neitt um framtíð mína, það mikilvægasta er að vinna á sunnudaginn og það sem gerist síðan getur beðið, ég er hér til að stjórna félaginu,“
sagði Wenger.

,,Það er stjórnarfundur eftir úrslit bikarsins og ég verð þar, við hugsum um næstu leiki og skoðum þetta svo.“


desktop