Fullyrðir að Pogba væri betri undir stjórn Guardiola

Jamie Redknapp sérfræðingur Sky Sports fullyrðir að Paul Pogba væri að spila betur ef hann væri að leika undir stjórn Pep Guardiola.

Pogba hefur ekki verið að spila vel síðustu vikur og Redknapp segir að hann þurfi meiri ást.

Miklar kröfur eru gerðar á Pogba enda efast fáir um hæfileika hans.

,,Mourinho bera mikla ábyrgð, það krefjast þessir allir að hann sé þessi stjarna en hann þarf ást,“ sagði Redknapp.

,,Að taka hann af velli gegn Tottenham hafði áhrif á hann, þú færð ekki það besta úr honum þannig. Það sást gegn Newcastle þar sem sjálfstraustið var lítið.“

,,Ég held að Pep Guardiola hefði gert hlutina öðruvísi, hann væri stjarna þar. Mourinho nær ekki því besta úr honum.“


desktop