Fullyrt að Sterling missi af úrslitum Deildarbikarsins

Arsenal og Manchester City mætast í úrslitum enska Deildarbikarsins í dag klukkan 16:30 en leikurinn fer fram á Wembley.

Það ríkir mikil eftirvænting hjá stuðningsmönnum beggja liða fyrir úrslitunum en sparspekingar spá því að City taki bikarinn í ár.

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Raheem Serling, sóknarmaður City muni missa af leiknum vegna meiðsla í vöðva.

Sterling hefur verið magnaður í liði City á þessari leiktíð og hefur skorað 20 mörk og lagt upp önnur 6 í 36 leikjum með liðinu á leiktíðinni.

Þá gæti hann einnig misst af næstu leikjum liðsins í deildinni gegn Arsenal og Chelsea og því ljóst að hann gæti verið frá í einhvern tíma.


desktop