Fyrrum leikmaður Liverpool segir að félagið hefði átt að selja Coutinho

Mark Lawrenson, núlifandi goðsögn hjá Liverpool segir að félagið hefði átt að selja Philippe Coutinho, sóknarmann liðsins í sumar.

Leikmaðurinn var sterklega orðaður við Barcelona í allt sumar og lagði félagið fram þrjú tilboð í leikmanninn sem öllum var hafnað af Liverpool.

Hæsta tilboðið hljóðaði uppá 120 milljónir punda og segir Lawrenson að liðið hefði einfaldlega átt að selja brassann.

„Ég hefði selt hann í sumar. Mín skoðun er sú að ef einhver er tilbúinn að borga svona mikinn penin fyrir knattspyrnumann þá bara selurðu hann, hann gæti dottið niður dauður á morgun.“

„Ég hefði 100% selt hann. Ég hugsa að eigendurirnir hafi talið það vera of seint að selja hann því við gátum ekki fundið neinn í staðinn fyrir hann og auðvitað eru verðin komin út í hött.“

„Kannski, ef tilboðið hefði komið inn í júní þá hefðu þeir getað beðið um tvær vikur í frest, sagt þeim að hafa hljótt um tilboðið og selt hann svo. Þeir hefðu getað fengið tvo til þrjá leikmenn í staðinn fyrir hann, ég gæti vel trúað því að hann fari í janúar.“


desktop