Fyrrum markvörður United æfir með Jóa Berg og félögum

Burnley hefur tekið Anders Lindegaard fyrrum markvörð Manchester United á reynslu.

Tom Heaton markvörður liðsins meiddist um síðustu helgi og fór úr axlarlið.

Hann verður því frá næstu mánuði en Burnley er þá bara með tvo markverði heila heilsu.

Nick Pope kom inn fyrir Heaton um síðustu helgi en Adam Legzdins kom frá Birmingham í sumar.

Lindegaard er án félags en danski markvörðurinn var á mála hjá Preston North End en samningur hans var á enda í sumar.


desktop