Fyrsti titill í hús hjá Pep Guardiola og Manchester City

Arsenal og Manchester City mættust í úrslitum enska Deildarbikarsins í dag en leiknum lauk með 3-0 sigri City.

Það voru þeir Sergio Aguero, Vincent Kompany og David Silva sem skoruðu mörk City í dag og lokatölur því 3-0 eins og áður sagði.

Þetta var fyrsti titill Pep Guardiola hjá Manchester City en hann tók við liðinu sumarið 2016.

City er svo gott sem komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar og þá hefur liðið 15 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Það verður því að teljast ansi líklegt að liðið vinni deildina í ár og þá á liðið fína möguleika í Meistaradeildinni líka.


desktop