Gæti breyst í martröð fyrir Chelsea ef Liverpool vinnur í kvöld

Liverpool tekur á móti Spartak Moskvu í kvöld í Meistaradeildinni og dugar jafntefli til þess að fara áfram í 16-liða úrslitin.

Fari svo að Liverpool vinni sinn leik munu þeir enda í efsta sæti E-riðils en það gæti breyst í martröð fyrir Chelsea.

Chelsea lauk keppni í gær í riðlakeppninni og endaði í öðru sæti C-riðils eftir 1-1 jafntefli gegn Atletico Madrid.

Ef Liverpool vinnur og endar í fyrsta sæti getur Chelsea aðeins mætt þremur andstæðingum í 16-liða úrslitum keppninnar.

Barcelona, PSG eða Besiktas en fyrrnefndu liðin þykja líkleg til þess að vinna keppnina í ár.


desktop