Gagnrýnir kaupstefnu og liðsval Klopp

Phil Thompson fyrrum leikmaður og fyrrum þjálfari hjá Liverpool skilur ekki í Jurgen Klopp að hafa ekki styrkt varnarlínuna sína meira í sumar.

Þá gagnrýnir hann Klopp fyrir það að breyta liði sínu fyrir leikinn gegn Manchester City og byrja með Ragnar Klavan.

Liverpool tapaði 5-0 á Ethiad um helgina en liðið var manni færri stóran hluta leiksins.

,,Við hefðum getað styrkt vörnina betur, Andrew Robertson kom en hann spilaði ekki gegn City eða Arsenal. Það hefði verið hægt að kaupa fleiri,“ sagði Thompson.

,,Liðsvalið var svo furðulegt, eftir góð úrslit gegn Arsenal þá þarftu ekki að breyta liðinu fyrir svona mikilvægan leik. Sérstaklega gegn svona sóknarsinnuðu liði eins og City.“

,,Lovren var á bekknum og að mínu mati getur þú spilað ef þú getur verið á bekknum, ég skil ekki af hverju Klvavan spilaði.“


desktop