Gareth Barry að yfirgefa Everton

Gareth Barry er á förum frá Everton en hann er mættur í læknisskoðun hjá West Brom.

Barry kom á æfingasvæði West Brom í morgun þar sem gengið verður frá öllu.

Barry er 36 ára gamall en hann kom til Everton frá Manchester City árið 2014.

Miðjumaðurinn mun kosta West Brom 1 milljón punda og gerir eins árs samning við West Brom.

West Brom er þarna að fylla skarð Darren Fletcher sem yfirgaf félagið í sumar og fór til Stoke.


desktop