Gerir United síðustu tilraunina til að fá Eric Dier?

Ensk blöð segja í dag að Manchester United gæti gert eina tilraun í viðbót til að fá Eric Dier frá Tottenham.

Jose Mourinho hefur mikla trú á Dier og hefur látið Ed Woodward stjórnarformann sinn reyna að kaupa hann í sumar.

Tottenham hefur hins vegar ekki viljað selja Dier en United er sagt íhuga eina lokatilraun.

Ensk blöð segja að United gæti gert 60 milljóna punda tilboð í Dier og vonast eftir því að það yrði samþykkt.

Nemanja Matic er einnig maður sem United horfir til en Jose Mourinho vill fá varnarsinnaðan miðjumann til félagsins.


desktop