Gerrard gagnrýnir Mendy – Gerði grín að Dunk

Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, er í umræðunni þessa stundina eftir Twitter færslu sem hann setti inn í kvöld.

Mendy gekk í raðir City frá Monaco í sumar en hann var ekki með liðinu í 2-0 sigri á Brighton í dag.

Annað mark leiksins skoraði Lewis Dunk en hann varð fyrir því óláni að skalla boltann í eigið net.

Mendy ákvað að gera grín að því á Twitter og hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummælin.

Steven Gerrard, fyrrum leikmaður Liverpool, var einn af þeim sem gagnrýndi Mendy.

,,Ég vil ekki sjá svona, það er engin þörf fyrir þetta,“ sagði Gerrard í settinu hjá BT Sport.

,,Það mun koma tími á leiktíðinni þar sem Mendy gerir mistök og hann verður opinn fyrir allri gagnrýni.“

Hér má sjá tíst Mendy.


desktop