Gerrard hjólar í Özil – Fer í taugarnar á mér

Steven Gerrard var ekki hrifinn af Meust Özil og vinnuframlagi hans í leik Stoke og Arsenal í gær.

Arsenal tapaði 1-0 á Bet365 vellinum og var Özil ekki öflugur.

,,Wenger verður að taka á þessu því þegar þeir verjast eru þeir manni færri,“ sagði Gerrard.

,,Hann fer í taugarnar á mér, við sjáum það þegar hann nennir bæði að sækja og verjast að hann er í heimsklassa.“

,,Hvernig hann bregst við og líkamstjáning hans er áhyggjuefni, þegar þeir missa boltann gerir hann ekkert.“

,,Það er ljóst að hann nennir ekki að verjast, hann vill bara vera með boltann og reyna að búa til hluti.


desktop