Gerrard vonaðist til þess að United myndi ekki fá Matic

Steven Gerrard fyrrum fyrirliði Liverpool var að vonast eftir því að Manchester United myndi ekki fá Nemanja Matic frá Chelsea í sumar.

Það kom mörgum á óvart þegar Chelsea ákvað að selja Matic til United og Gerrard var að vonast eftir því að það myndi ekki gerast.

,,Hann er einn erfiðasti andstæðingur sem ég hef mætt þegar ég horfi á djúpa miðjumenn, hann getur hlaupið, hann er góður í loftinu, hann er klár í baráttu, hann nær alltaf að komast í boltann og hann hleypur þig uppi,“ sagði Gerrard.

,,Hann er mjög árásargjarn með og án bolta, hann getur hlaupið fram hjá þér með boltann og hann nær þér líka ef hann er að elta boltann.“

,,Ég trúði því ekki þegar Chelsea ákvað að leyfa honum að fara, ef ég hugsa um alla þá leikmenn sem United hefur fengið í gegnum tíðina síðustu ár, þá er hann sem stuðningsmaður Liverpool sá leikmaður sem ég vonaðist eftir að United myndi ekki fá.“


desktop