Gibson opinn fyrir því að fara – Liverpool og Chelsea sögð áhugasöm

Ben Gibson, varnarmaður Middlesbrough, er opinn fyrir því að yfirgefa félagið í sumarglugganum.

Gibson er sagður vera á óskalista Chelsea og Liverpool en Middlesbrough féll úr ensku úrvalsdeildinn fyrr í mánuðinum.

,,Ég er augljóslega samningsbundinn félaginu. Þetta hefur verið erfitt ár fyrir okkur alla,“ sagði Gibson.

,,Það sem ég myndi segja er að ég kom hingað 10 ára gamall og hef gefið þessu félagi mikið.“

,,Allir vilja spila í ensku úrvalsdeildinni, allir vilja komast í besta gæðaflokkinn. Ég er ekki öðruvísi.“

,,Það sem ég get sagt er að enginn ákvörðun hefur verið tekin varðandi mína framtíð.“


desktop