Goðsögnin Drogba ætlar að hætta í fótbolta

Didier Drogba framherjinn öflugi frá Fílabeinsströndinni ætlar að hætta í fótbolta á næsta ári.

Drogba er 39 ára gamall en hann spilar í dag fyrir Phoeniz Rising í næst efstu deild í Bandaríkjunum.

Drogba hefur átt magnaðan feril sem var frábær hjá Chelsea í mörg ár.

,,Viljið þið nýjar fréttir? Ég mun hætta á næsta ári,“ sagði Drogba.

,,Maður þarf að hætta á endanum, ég er 39 ára gamall og það stoppar mann.“


desktop