Guardiola ástæðan fyrir komu Mendy

Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, segir að Pep Guardiola hafi spilað stórt hlutverk í að fá sig til félagsins í sumar.

Mendy átti frábært tímabil með Monaco á síðustu leiktíð og vakti athygli margra stórliða.

Mendy var svo keyptur til City í sumar eftir að hafa rætt við Guardiola.

,,Ég vildi prófa að spila fótbolta erlendis og Guardiola spilaði stórt hlutverk í minni ákvörðun,“ sagði Mendy.

,,Við ræddum um fótbolta og hans hugmyndafræði. Hann er enn einn frábær þjálfari sem ég hef unnið með. Ég er stoltur af byrjun ferilsins.“


desktop