Guardiola stýrði sínum hundraðasta leik í kvöld

Shakhtar Donetsk tók á móti Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Það voru þeir Bernard og Ismaily sem skoruðu mörk Shakhtar í leiknum en Sergio Aguero minnkaði muninn fyrir City á lokamínútunum.

Pep Guardiola, stjóri City var að stýra sínum hundraðasta leik í Meistaradeildinni í kvöld en hann er einungis 46 ára gamall.

Hann hefur stýrt Bayern Munich og Barcelona á ferlinum og vann m.a keppnina með Barcelona árið 2011 og varð þar með yngsti þjálfari sögunnar til þess að vinna Meistaradeild Evrópu.


desktop