Gylfi að fá tvo nýja liðsfélaga

Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Swansea og liðsfélagar hans eru að fá tvo nýja liðsfélaga.

Martin Olsson vinstri bakvörður Norwich ku vera á leið ti félagsins.

Olsson sem er frá Svíþjóð kostar um 5 milljónir punda en vörn Swansea er mjög veik fyrir.

Olsson hefur reynslu úr úrvalsdeildinni en Neil Taylor vinstri bakvörður meiddist á æfingu í dag og verður eitthvað frá.

Þá er hollenski kantmaðurinn, Luciano Narsingh á leið til félagsins og er sagður vera í læknisskoðun.

Narsingh er hægri kantmaður sem að baki 16 landsleiki með Hollandi, hann kemur frá PSG.

Paul Clement tók við Swansea á dögunum en liðið er í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar.


desktop