Gylfi fagnar því að Breiðablik og FH fái tugi milljóna

Gylfi Þór Sigurðsson er ánægður með það að bæði Breiðablik og FH græði vel á félagaskiptum sínum til Everton.

Gylfi gekk í gær í raðir Everton fyrir 45 milljónir punda frá Swansea eða um 6,3 milljarða á gengi dagsins í dag.

Breiðablik fær 0,9 prósent af kaupverðinu en FH fær 0,5 prósent en þetta eru þau lið sem Gylfi lék með á Íslandi.

Með félagaskiptum Blika koma miklir fjármunir heim, Breiðablik fær um 57 milljónir í samstöðubætur og FH um 31 milljón. Þessu fagnar Gylfi

,,Það er frábært að þessi peningur fari heim og vonandi geta þessi félög nýtt þetta í eitthvað gott, það er jákvætt að þessi peningur fari heim í tvö félög. Ég held að þetta sé mjög jákvæður hlutur,“ sagði Gylfi við 433.is.

Meira:
Gylfi býst við að vera á bekknum – Verður slegist um föstu leikatriðin
Gylfi Þór: Þú getur ekki ímyndað þér hversu mikil vitleysa er skrifuð
Gylfi Þór um kaupverðið – Set sjálfur mikla pressu á mig
Breytir Everton um nafn á heimavelli sínum? – SoGoodson Park


desktop