Gylfi gerir endalaust grín að nýjum liðsfélaga sínum

Mason Holgate leikmaður Everton er maðurinn sem grín er gert að í búningsklefa félagsins þessa dagana.

Holgate játaði því á dögunum í klefanum að hann vissi ekki að hreindýr væru til.

Holgate segir að mikið grín sé gert að sér fyrir það og sérstaklega af Gylfa Þór Sigurðssyni.

Hreindýr eru víða á Íslandi og fara margir á veiðar eftir þeim á ári hverju.

,,Um daginn þá vissi ég ekki hvað hreindýr væri,“ sagði Holgate.

,,Á æfingum þá segja menn stundum eitthvað, þetta er slæmt fyrir mig. Ég hélt að hreindýr væru bara í sögum.“

,,Það er mikið grín gert að mér og sérstaklega af Gylfa, strákarnir munu gera mikið grín að mér á jólunum.“


desktop