Gylfi hefur kostað félög 9,3 milljarða á ferli sínum

Gylfi Þór Sigurðsson er launahæsti og dýrasti knattspyrnumaður sem Íslands hefur átt.

Gylfi er í algjörum sérfokki þegar kemur að kaupverðum sem félög hafa borgað fyrir hann.

Gylfi hefur á ferli sínum verið keyptur fyrir samtals 75,2 milljónir evra eða 9,3 milljarðar íslenskra króna

Samkvæmt Tranfsermarkt borgaði Everton 49,4 milljónir evra fyrir Gylfa í sumar en áður höfðu Tottenham, Swansea og Hoffenheim keypt hann.

Næstur á eftir Gylfa í röðinni þegar kemur að samanlögðu kaupverði er Eiður Smári Guðjohnsen sem kostaði samtals 24,45 milljónir evra eða rúma 3 milljarða íslenskra króna.

Þarna er líklega um að ræða tvo af bestu knattspyrnumönnum í sögu Íslands  en Eiður átti magnaðan feril með félagsliðum á meðan Gylfi hefur verið yfirburðar leikmaður Íslands nú á bestu tímum landsliðsins.

Kaupverð Gylfa samkvæmt Transfermarkt:
Everton – 49,4 milljónir evra
Swansea – 10,1 milljón evra
Tottenham – 10 milljón evra
Swansea – 500 þúsund evrur í lánsfé
Hoffenheim – 5,20 milljónir evra


desktop