Gylfi missir ekki svefn yfir valinu á Íþróttamanni ársins

Íþróttamaður ársins verður kjörinn á næstu vikum en Gylfi Þór Sigurðsson er einn af þeim líklegustu til að vinna verðlaunin í ár.

Hann átti stóran þátt í því að Ísland fer á HM, bjargaði Swansea frá falli og var keyptur fyrir 45 milljónir punda; metfé fyrir íslenskan íþróttamann.

Gylfi mun herja baráttu við Aron Einar Gunnarsson en Ólafía Þórunn Kristinsdótttir, kylfingur er einnig nefnd til sögunnar ásamt fleirum.

„Ég hef þannig séð ekkert spáð í þetta, ég er ekki að spá mikið í svona hluti. Það er lítið sem maður getur gert,“ sagði Gylfi sem kvaðst ekki missa svefn yfir þessu. „Ekki enn þá allavega, ég hef sofið ágætlega,“ sagði Gylfi léttur í viðtali við 433.is sem mun birtast yfir helgina.

Gylfi vann verðlaunin á síðasta ári og gæti unnið verðlaunin aftur í ár.


desktop