Gylfi Þór: Allardyce kemur með auka kraft inní félagið

Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Everton segir að Sam Allardyce, nýráðinn stjóri félagsins komi inn með aukakraft í félagið.

Allardyce tók við liðinu á dögunum og hefur Everton unnið tvo síðustu leiki sína og haldið hreinu í þeim báðum.

Þá hefur Gylfi einnig verið að stíga upp og var hann m.a á skotskónum í 2-0 sigri liðsins á Huddersfield á dögunum.

„Við vitum nákvæmlega hvað hann vill fá frá okkur og hann er góður að koma þeim skilaboðum til okkar. Hann hugsar vel um leikmennina sína og nær þannig því allra besta útúr þeim,“ sagði Gylfi.

„Hann býr yfir mikilli reynslu og það mun nýtast okkur vel tel ég. Hann kemur með aukakraft inní félagið og það er nú þegar byrjað að skila sér til í stigasöfnun.“

„Við vorum ekki að spila með sjálfstraust. Ég var ekki að skora, né leggja upp og það er mitt hlutverk í liðinu. Ég hef náð að snúa þessu við hjá mér í síðustu leikjum og vonandi heldur það áfram,“ sagði hann að lokum.


desktop