Gylfi Þór hvetur fólk til að velja sig í Fantasy

Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Everton hefur verið að finna taktinn með liðinu að undanförnu.

Everton hefur nú unnið tvo leiki í röð og er í tíunda sæti deildarinnar en Gylfi kom til liðsins í sumar frá Swansea.

Hann byrjaði ekki vel með liðinu, líkt og aðrir leikmenn liðsins en eins og áður sagði hefur hann verið að finna taktinn og hvatti hann fólk til að velja sig í Fantasy-liðið sín á dögunum.

„Fólk á að velja mig í fantasy liðið sitt. Ég sagði nokkrum vinum mínum að velja mig fyrir nokkrum vikum og þeir hafa náð í nokkur stig útá það,“ sagði Gylfi í samtali við BBC Sport.

„Ef fólk treystir mér og selur mig ekki þá skila ég alltaf stigum í hús,“ sagði Gylfi að lokum.


desktop