Gylfi Þór um kaupverðið – Set sjálfur mikla pressu á mig

Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Everton segist lítið geta gert í því að kaupverðið á sér sé 45 milljónir punda.

Gylfi gekk í raðir Everton í gær frá Swansea og skrifaði undir fimm ára samning.

Hann varð dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins eftir þetta en hann segir að það setji ekki neina auka pressu á sig

Meira:
Gylfi Þór: Þú getur ekki ímyndað þér hversu mikil vitleysa er skrifuð
,,Þannig séð finnst mér ekki vera pressa, ég hef lítið um þetta að segja,“ sagði Gylfi þegar hann ræddi um málið við 433.is í gær.

,,Ég set sjálfur á mig mikla pressu um að standa mig eins og ég hef verið að gera síðustu ár, ég vil halda því áfram. Það er eina pressan sem ég finn fyrir.“

Gylfi fagnar 28 ára afmæli sínu á næsta ári og framunda eiga að vera bestu ár ferilsins í Bítlaborginni.


desktop