Hafnaði Arsenal fyrir Monaco í sumar

Youri Tielemans gekk í raðir Monaco í sumar en hann hafði spilað með Anderlecht í Belgíu.

Tielemans var oft orðaður við stærstu lið Evrópu en hann ákvað að taka skrefið til Frakklands.

Tielemans var á meðal annars á óskalista Arsenal og hefur hann nú greint frá því að hann hafi hafnað enska liðinu.

Tielemans er enn ungur og getur bætt sig mikið og taldi það ekki rétt að fara til enska stórliðsins.

,,Ég vissi það að ég myndi ekki fá mörg tækifæri með aðalliðinu sem er ástæðan fyrir valinu,“ sagði Tielemans.


desktop