Harry Kane er leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni

Harry Kane, framherji Tottenham var í morgun valinn leikmaður mánaðarins fyrir september mánuð í ensku úrvalsdeildinni.

Framherjinn var frábær fyrir lið Tottenham í síðasta mánuði og skoraði sex mörk í deildinni.

Kane hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid að undanförnu en hann hefur verið markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, undanfarin tvö ár.

Tottenham hefur farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og situr í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig eftir fyrstu sjö leikina.


desktop