Harry Kane rotaði Piers Morgan á Twitter

Tottenham tók á móti Arsenal í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna.

Það var Harry Kane sem skoraði eina mark leiksins á 49. mínútu og lokatölur því 1-0 fyrir Tottenham.

Piers Morgan er mikill stuðningsmaður Arsenal og setti inn færslu á Twitter til þess að kveikja í sínum mönnum í gær.

Þar sagðist hann vera spenntur fyrir því að sjá besta framherja Evrópu í eldlínunni og átti þar við Pierre-Emerick Aubameyang.

Aubameyang gat lítið í leiknum á meðan Kane skoraði sigurmarkið eins og áður sagði og svaraði hann Morgan eftir leik.

Færsluna sem hann setti inn má sjá hér fyrir neðan.


desktop