Hátt verð á Barkley fælir Tottenham í burtu

Tottenham hefur áhuga á Ross Barkley miðjumanni Everton en verðmiðinn á honum fælir félagið í burtu.

Everton heimtar 50 milljónir punda fyrir Barkley en Tottenham er ekki tilbúið að borga það.

Sérstaklega vegna þess að eftir ár er hægt að fá Barkley frítt frá Everton.

Everton reynir að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson en Swansea vill 50 milljónir punda fyrir hann.

Barkley hefur ekki náð samkomulagi við Everton um nýjan samning en hann fer fram á 120 þúsund pund á viku.


desktop