Hazard dregur sig úr landsliðshópi Belgíu

Eden Hazard hefur dregið sig úr landsliðshópi Belga fyrir leiki liðsins við Grikkland og Rússland.

Hazard missti af leik Chelsea gegn Stoke um helgina en meiðsli hans eru smávægileg.

Þessi öflugi kantmaður hefur verið frábær á þessu tímabili en Chelsea er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Chelsea vildi ómögulega að Hazard færi í laandsleikina hálf tæpur og því var ákveðið að hann færi ekki.

Framundan eru mikilvægir leikir í deildinni en fátt kemur í veg fyrir að Chelsea vinni ensku úrvalsdeildina.


desktop