Hefur Swansea fundið arftaka Gylfa?

Swansea vill kaupa Nacer Chadli frá West Brom og vonast til að hann geti fyllt upp í skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Gylfi vonast til að ganga í raðir Everton á næstu dögum en félagaskiptin hafa gengið hægt fyrir sig.

Everton hefur hingað til ekki viljað borga þær 50 milljónir punda sem Swansea heimtar.

Swansea er hins vegar byrjað að skoða í kringum sig enda telur félagið að Gylfi muni á næstu dögum skrifa undir hjá Everton.

Chadli er maðurinn sem félagið horfir til og Tony Pulis stjóri WBA hefur sagt að félagið sé tilbúið að ræða við Swansea um að kaupa Chadli.


desktop