Henry leggur til að Rashford fari

Thierry Henry sérfræðingur Sky Sports leggur til að Marcus Rashford framherji Manchester United fari frá félaginu í sumar.

Rashford er ekki lengur að spila jafn stórt hlutverk og hann gerði og koma Alexis Sanchez mun hafa áhrif á spilatíma hans.

,,Það er miklvægast að spila, það er ekki hægt að vera á bekknum og missa af leikjum. Missa af því að læra og þannig dæmi er Rashford,“ sagði Henry.

,,Michael Owen fékk að spila og spila, sama ár eftir ár. Rashford hefur verið í ströggli á þessu tímabili, stundum er hann á hægri kanti og stundum á vinstri kanti.“

,,Að segja honum að fara er sterkt orð, hann er frá Manchester. Hann vill spila fyrir United en hann verður að spila og með komu Alexis er það erfiaðra. Eftir tímabilið ætti hann að spyrja sig að því hvort hann eigi að vera áfram.“


desktop