Herrera: Við ætlum að taka titil á þessari leiktíð

Ander Herrera, miðjumaður Manchester United ætlar sér að taka titil á þessari leiktíð.

United á lítinn möguleika í ensku úrvalsdeildinni en liðið getur ennþá unnið FA-bikarinn og Meistaradeild Evrópu.

„Það væri mjög stórt fyrir okkur að vinna Meistaradeildina og það er markmiðið,“ sagði Herrera.

„Við eigum ennþá möguleika í Meistaradeildinni og í FA-bikarnum og við ætlum okkur að taka titil á þessari leiktíð,“ sagði hann að lokum.


desktop