Hjörvar ekki sannfærður um að krísan sé á enda hjá Tottenham

Hjörvar Hafliðason sérfræðingur Messunnar á Stöð2 Sport segir að krísan sé ekki á enda hjá Tottenham.

Tottenham vann 5-1 sigur á Stoke um helgina eftir erfiðar vikar.

Hjörvar er ekki sannfærður um að krísan sé á enda og bendir á að Stoke sé eitt slakasta lið deildarinnar.

„Slakaðu á Rikki, þeir voru að vinna Stoke City sem er eitt allra lélegasta liðið og andlausasta liðið í enska boltanum,“ sagði Hjörvar Hafliðason sem var annar gesta Ríkharðs Óskars Guðnasonar í gær.

„Það segir mér ekki að krísan sé búin hjá Tottenham. Þeir eru bara búnir að vera slakir og lenda í vandræðum með meiðsli.“

Smelltu hér til að sjá umræðuna


desktop