Hjörvar segir Gylfa alvarlega meiddan – Gæti misst af HM

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins er mikið meiiddur og gæti misst af HM í sumar.

Hjörvar Hafliðason sérfræðingur og útvarpsmaður á FM957 greindi frá þessu á FM957 í mörgun.

Gylfi lék allan leikinn í 2-0 sigri Everton um helgina gegn Brighton en meiddist hins vegar þar.

„Menn óttast að Gylfi sé farinn í sumarfrí. Það virðist hafa teygst eitthvað í hnénu, hvort það séu slitin liðbönd eða trosnuð þá virðist hann hafi lent í mjög alvarlegum hnémeiðslum“
sagði Hjörvar í Brennslunni.

„Það er óttast að hann missi af Rússlandi í sumar. Það eru allar líkur á því að hann verði frá í töluverðan tíma.“

Ljóst er að um gríðarlegt áfall væri að ræða fyrir íslenska liðið enda Gylfi skærasta stjarna liðsins.


desktop