Hraunar yfir Guardiola – Er með lítið sjálfstraust

Hans-Wilhelm Muller-Wohlfahrt læknir FC Bayern lætur Pep Guardiola heyra það í bók sem hann var að geaf út.

Guardiola vann með Muller-Wohlfahrt hjá Bayern og hann fer ekki fögrum orðum um hann.

Mikið stríð var á milli Muller-Wohlfahrt og Guardiola en stjórinn vildi sprauta alla leikmenn sem voru meiddur, af þeirri aðferð var Muller-Wohlfahrt aldrei sáttur.

,,Pep Guardiola er persóna með lítið sjálfstraust sem gerir allt til að fela sig á bakvið fólk,“ sagði Muller-Wohlfahrt í bók sinni.

,,Hann lifir í óttta, hann óttast ekki tap en hann er hræddur við að tapa völdum.“

,,Hann veit allt betur, fimm mínútna upphitun var nóg. Það var aldrei að fara að enda vel.“


desktop