Hringdi Barcelona í Coutinho í miðju viðtali?

Philippe Coutinho var heldur betur í stuði þegar Liverpool vann 7-0 sigur á Spartak Moskvu í gær.

Coutinho skoraði þrennu í leiknum og ljóst að frammistaða eins og þessi mun vekja enn meiri áhuga Barcelona á honum.

Coutinho var á óskalista Börsungar í sumar og vildi fara til félagsins, hann spilaði ekki leiki með Liverpool og var sagður meiddur. Þá fór hann fram á sölu.

Liverpool stóð af sér storminn og neitaði selja Coutinho sem hefur verið að finna sitt besta form.

Eftir leikinn í gær fór Coutinho í viðtal þar sem Jamie Carragher var meðal annars, sími Carragher hringdi í miðju viðtali.

Sá sem sá um að spyrja Coutinho sagði þá. ,,Er þetta Barcelona að hringja?.“

Myndband af þessu er hér að neðan


desktop