Hughes að fá starfið hjá Southampton

Mark Hughes er að klára viðræður við Southampton um að taka við þjálfun liðsins.

Mauricio Pellegrino var rekinn úr starfi á dögunum en Southampton er að berast fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Hughes var rekinn úr starfi hjá Stoke í janúar en hann hefur mikla reynslu úr deildinni.

Hughes lék yfir 50 leiki með Southampton sem leikmaður en hann hefur stýrt Manchester City, QPR og fleiri liðum.

Southampton er stórt félag sem vill berjast um Evrópusæti en ekki vera í fallbaráttu.


desktop