Hughes segir að Butland eigi skilið tækifæri: Hann er í besta forminu

Mark Hughes, stjóri Stoke City segir að Jack Butland, markmaður liðsins eigi skilið tækifæri með enska landsliðinu.

Butland var í hópnum sem mætti Möltu og Slóvakíu á dögunum en Gareth Southgate, þjálfari enska liðsins ákvað að velja Joe Hart í byrjunarliðið í báðum leikjum.

Butland er að snúa aftur eftir erfið meiðsli en hann hefur staðið sig mjög vel í upphafi leiktíðar.

„Þegar allt kemur til alls þá snýst þetta í raun bara um tvo leikmenn sem eiga möguleika á því að berjast um byrjunarliðssætið og fyrir mér átti Jack að fá tækifærið.“

„Mér finnst Gareth hafa valið þetta útaf fortíðinni, Hart hefur staðið í markinu undanfarin ár og staðið sig vel. Ef þú vilt vinna leiki þá þarftu að velja þann sem að er í besta forminu.“

„Ég skil vel að Joe er eflaust mjög mikill leiðtogi í búningsklefanum og það er ýmislegt sem þarf að huga að en persónulega finnst mér að Butland eigi skilið tækifæri.“


desktop