Hvílir Wenger sjö lykilmenn gegn Köln?

Arsene Wenger, stjóri Arsenal ætlar að hvíla marga lykilmenn liðsins á morgun þegar liðið mætir Köln í Evrópudeildinni en það eru enskir miðlar sem greina frá þessu.

Arsenal hefur ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið hefur tapað tveimur leikjum í upphafi leiktíðar.

Liðið mætir Chelsea á sunnudaginn næsta í mikilvægum leik og vill Wenger að lykilmenn hans séu vel hvíldir fyrir stórleikinn gegn meisturunum.

Samkvæmt enskum miðlum ætlar franski stjórinn að hvíla þá Danny Welbeck, Laurent Koscielny, Mesut Ozil, Aaron Ramsey, Alexandre Lacazette, Petr Cech og Granit Xhaka.

Það má því reikna með því að Jack Wilshere, Theo Walcott og David Ospina verði allir í byrjunarliði Arsenal á morgun þegar liðið mætir Köln.


desktop