Ince skilur af hverju Chelsea seldi Matic til United

Paul Ince, fyrrum leikmaður Manchester United, skilur af hverju Chelsea ákvað að selja Nemanja Matic til Chelsea í sumar.

Margir furðuðu sig á ákvörðun Chelsea að selja Matic til United en Ince segist skilja Englandsmeistarana.

,,Sumir hafa sagt að þeir trúi því ekki að Chelsea hafi leyft Matic að fara til Chelsea og að þeir séu að rétta þeim titilinn á silfurfati en ég sé það ekki þannig,“ sagði Ince.

,,Undir lok síðustu leiktíðar þá komst hann ekki í liðið hjá Chelsea svo ég held að þeir muni ekki sakna hans of mikið.“

,,Hann er þó mjög góður leikmaður sem situr fyrir framan vörnina og gerir einföldu hlutina. Hann er góður í því sem hann gerir.“


desktop