Íslenski fiskurinn hjálpar Gylfa að hlaupa mikið

Gylfi Þór Sigurðsson er í áhugaverðu viðtali við Daily Mail þar sem farið er yfir margt.

Þar er þessi magnaði leikmaður meðal annars spurður út í það hvernig hann geti hlaupið svona mikið.

Gylfi er með ótrúlegt úthald og er yfirleitt á meðal þeirra sem hlaupa mest í ensku úrvalsdeildinni.

,,Kannski hjálpar það að borða allan þennan íslenska fisk,“ sagði Gylfi í viðtalinu.

Gylfi hefur aldrei neitt áfengis eða tóbaks og lifir mjög heilbrigðu lífi.

,,Ég borða hollt og æfi vel, líkamlega er ég betur í það búinn að hlaupa lengri vegalengdir en stutta spretti.“

,,Þetta er ekki eitthvað sem ég þróaði, það var alltaf bolti með. Að hlaupa án bolta er ekki fyrir mig.“

Gylfi gekk í raðir Everton í sumar og varð þá dýrasti leikmaður í sögu félagsins en Everton borgaði Swansea 45 milljónir punda fyrir hann.

Viðtalið er í heild hérna.


desktop