Ítalskir fjölmiðlar segja að Raiola reyni að koma Icardi til United

Mauro Icardi framherji Inter gæti yfirgefið félagið næsta sumar og er orðaður við mörg félög.

Corriere dello Sport á Ítalíu segir að Icardi gæti farið til Manchester United.

Mino Raiola er umboðsmaður hans og hann hefur sterk tengsl við Manchester United.

Síðustu ár hefur Raiola komið með Sergio Romero, Paul Pogba, Zlatan Ibrahimovic og Henrikh Mkhitaryan til félagsins.

Nú er sagt að United hafi áhuga á Icardi en hann er einnig orðaður við Real Madrid.


desktop